Perla Ruth með landsliðinu til Danmerkur

Perla Ruth með landsliðinu til Danmerkur

Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir er annar tveggja nýliða sem Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna valdi í sautján manna hóp til að taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavik og Kaupmannahöfn dagana 24.-30. júlí.

Liðið mun æfa fyrstu þrjá dagana í Reykjavík en ferðast svo til Kaupmannahafnar þar sem spilað verður við danska liðið Köbenhavn HB og sænska meistaraliðið H65 Höör. Auk þess verður æft með danska liðinu.

Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust með leikjum gegn Danmörku og Tékklandi í lok september.

Perla Ruth í leik með Selfyssingum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE