Perla valin best á Bauhausmótinu

Perla valin best á Bauhausmótinu

Það var nóg um að vera hjá bæði meistaraflokk kvenna og karla í vikunni, en bæði lið kepptu á æfingamótum. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í Bauhausmótinu í Valsheimilinu. Þar gerðu þær jafntefli við Val í síðasta leik sínum sem fram fór í dag, laugardag. Áður höfðu þær sigrað Framstelpur í fyrsta leik með 8 mörkum og tapað fyrir Stjörnunni. Perla Ruth Albertsdóttir var valin besti leikmaður mótsins!

Úrslit leikja

Selfoss 27-19 Fram
Stjarnan 32 – 30 Selfoss
Valur 26 – 26 Selfoss

Strákarnir kepptu gegn Val, Haukum og FH á Hafnarfjarðarmótinu. Þar unnu þeir FH í fyrsta leik, en töpuðu gegn Haukum og Val í seinni tveimur leikjunum.

Úrslit leikja

FH 28-29 Selfoss
Haukar 35-31 Selfoss
Selfoss 28-30 Valur