Ragnar til Þýskalands

Ragnar til Þýskalands

Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson hefur haldið á vit ævintýranna í Þýskaland þar sem hann kemur til með að leika með TV 05/07 Hüttenberg. Liðið er í næstneðsta sæti í þýsku annarri deildinni og veitir svo sannarlega ekki af liðsstyrk Selfyssingsins knáa sem leikið hefur með FH undanfarin ár.

Við óskum Ragnari til hamingju með samninginn og velgengni hjá nýju félagi.