Ragnarsmót kvenna hefst í dag

Ragnarsmót kvenna hefst í dag

Í dag hefst Ragnarsmót kvenna og stendur það til laugardags. Fjögur lið taka þátt, ásamt Selfossi eru það Afturelding, Haukar og Fjölnir. Leikjaplan má sjá hér til hliðar og að sjálfsögðu er frítt inn og sjoppa á staðnum.

Við minnum á árskortasöluna sem er nú í fullum gangi. Endilega tryggið ykkur árskort sem fyrst til þess að missa ekki af spennandi vetri framundan!