Ragnarsmótið 2016

Ragnarsmótið 2016

Ragnarsmótið árið 2016 hefst í íþróttahúsi Vallaskóla þriðjudaginn 16. ágúst. Það er stelpurnar sem ríða á vaðið en auk heimakvenna taka Fylkir, Haukar og Valur þátt. Strákarnir hefja leik miðvikudaginn 24. ágúst en ásamt okkar mönnum leika Haukar, ÍBV og Valur á mótinu.

Það er frítt inn á alla leiki og hvetjum við fólk til að líta við í íþróttahúsinu og taka stöðuna á handboltafólki fyrir veturinn. Nánari upplýsingar um mótið eru á fésbókarsíðu mótsins.