Ragnarsmótið – dagur 3

Ragnarsmótið – dagur 3

Tveir leikir fóru fram á Ragnarsmótinu í kvöld. Í fyrri leiknum var það Grótta sem sigraði Aftureldingu 26 – 29 eftir að staðan var jöfn í hálfleik 12 – 12. Jafnt var á tölum fyrri hálfleikinn en Grótta seig fram úr í þeim seinni og sigraði nýliðana í úrvalsdeild með þremur mörkum. Markaskorarar Aftureldingar voru Birkir Benediktsson með sjö, Böðvar Páll, Jóhann Jóhannsson og Elvar Ásgeirsson með fjögur, Pétur Júníusson og Ágúst Birgisson með tvö, Gestur Ólafur og Kristinn Hrannar með eitt hvor. Hjá Gróttu var Viggó Kristjánsson með átta mörk, Aron Heiðar með sjö, Þorgeir Davíðsson með fimm, Styrmir Sigurðsson með fjögur, Aron Valur með tvö, Þórir Jökull, Friðgeir Arnarson og Aron Dagur með eitt hver.

Í síðari leik kvöldsins voru það Selfoss og HK sem mættust. Selfyssingar byrjuðu ágætlega en það er óhætt að segja að þeir hafa átt betri dag þó þeir hafi átt fína spretti inn á milli. Staðan í hálfleik var 12 – 16 fyrir HK. Í seinni hálfleik náði Selfoss að minnka muninn niður í eitt mark en þá féllu dómar engan vegin liðinu í vil og misstu þeir t.d tvo menn út af á stuttum tíma. Óhætt er að segja að annar brottreksturinn hafi verið mjög óverðskuldaður. HK náði að síga fram úr í lokin og sigraði örugglega 27 – 33. Sverrir Pálsson átti fínan leik og var langmarkahæstur í liði Selfoss með átta mörk. Daníel Arnar og Hörður Másson voru með fjögur mörk hvor, Andri Már og Gunnar Ingi þrjú mörk, Sævar Ingi, Egidijus, Elvar Örn, Guðjón Ágústsson og Gunnar Páll voru allir með eitt mark. Sebastian varði mark Selfoss fyrri hálfleikinn og Sölvi Ólafsson í þeim síðari.

Úrslitaleikir mótsins verða spilaðir á morgun, laugardag.

Klukkan 12:00, leikur um 5. sæti – Selfoss – Afturelding

Klukkan 14:00, leikur um 3. sæti – Grótta – HK

Klukkan 16:00, leikur um 1. sæti – Valur – Stjarnan