Ragnarsmótið hefst á morgun

Ragnarsmótið hefst á morgun

Ragnarsmótið á Selfossi er fastur liður í undirbúningi handboltamanna fyrir veturinn og fer það fram í Íþróttahúsi Vallaskóla dagana 4.-7. september. Mótið er haldið með dyggum stuðningi VÍS og að venju taka fimm lið þátt auk heimamanna. Búið er að raða í riðla og eru annars vegar HK, ÍR og Selfoss saman í riðli og hins vegar Grótta, ÍBV og Afturelding. Hvetjum fólk til að mæta og styðja strákana okkar.

Nánar um Ragnarsmótið 2013.