Ragnarsmótið hefst í dag

Ragnarsmótið hefst í dag

Ragnarsmótið 2016 hefst í íþróttahúsi Vallaskóla í dag, þriðjudag þegar stelpurnar etja kappi. Selfoss leikur við Fylki kl. 18 og Valur við Hauka kl. 20. Þær halda áfram á morgun þegar Selfoss mætir Haukum kl. 18 og Valur mætir Fylki kl. 20. Mótinu lýkur á fimmtudag með leikjum Selfoss og Vals kl. 18 og Fylkis og Hauka kl. 20.

Strákarnir okkar hefja leik miðvikudaginn 24. ágúst en þeir hafa undanfarna daga dvalið við bestu aðstæður í æfingabúðum á Spáni.

Það er frítt inn á alla leiki og hvetjum við fólk til að líta við í íþróttahúsinu og taka stöðuna á handboltafólki fyrir veturinn.

Nánari upplýsingar um Ragnarsmótið

Hrafnhildur Hanna fer fyrir liði Selfoss á Ragnarsmótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE