Rakel Guðjónsdóttir framlengir

Rakel Guðjónsdóttir framlengir

Rakel Guðjónsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára. Rakel hefur verið lykilmaður í ungu og efnilegu liði meistaraflokks kvenna í Grill 66 deildinni í vetur. Þar hefur hún meðal annars skorað 53 mörk í 21 leik. Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum, það verður spennandi að fylgjast með meistaraflokki kvenna í Grill 66 deildinni næstkomandi tímabil.

Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG