Rakel Hlynsdóttir til Selfoss

Rakel Hlynsdóttir til Selfoss

Rakel Hlynsdóttir samdi við handknattleiksdeild Umf. Selfoss fyrr í haust. Rakel, sem er 28 ára leikstjórnandi, spilaði síðast með sterku liði ÍBV fyrir 8 árum síðan en lagði skóna á hilluna árið 2013. Það eru því gleðitíðindi að hún hafi ákveðið að taka fram skóna að nýju. Hún hefur farið vel af stað með meistaraflokk kvenna það sem af er tímabili.


Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG