
23 mar Rúmlega tveir Selfyssingar í U-17

Selfyssingarnir Adam Sveinbjarnarson og Teitur Örn Einarsson hafa verið valdir í æfingahóp U-17 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga um páskana.
Adam, sem er vinstri hornamaður, og Teitur, sem er hægri skytta, verða við æfingar í Mýrinni og Kaplakrika daglega frá 30. mars til 3. apríl.
Þá er Örn Östenberg, vinstri skytta frá Vaxsjö í Svíþjóð, einnig í hópnum en hann er sonur Selfyssingsins Vésteins Hafsteinssonar.
Þjálfarar eru Kristján Arason og Konráð Olavsson.