Rúmur tugur leikmanna framlengir hjá Selfoss

Rúmur tugur leikmanna framlengir hjá Selfoss

Í lok ágúst framlengdu ellefu strákar samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.

Félagið hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að halda í leikmenn sína og hafa þessir drengir trú á því verkefni sem framundan er hjá félaginu. Frábærar fréttir fyrir starf deildarinnar sem og félagið allt.

Áfram Selfoss!

Eftirtaldir aðilar skipa þennan föngulega hóp.

Efri röð frá vinstri: Hrannar Gunnarsson, Jóhann Erlingsson, Egidijus Mikalonis, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson, Alexander Már Egan og Rúnar Hjálmarsson. Neðri röð frá vinstri: Guðjón Ágústsson, Árni Guðmundsson, Magnús Öder Einarsson og Árni Geir Hilmarsson.

Tags: