Sæti í úrslitahelginni í boði

Sæti í úrslitahelginni í boði

Strákarnir mæta Þrótti Reykjavík í 8-liða úrslitum í Coca cola-bikarkeppni HSÍ næstkomandi fimmtudag. Með sigri geta þeir því tryggt sér sæti í úrslitahelgi bikarsins, Final 4, sem verður haldin helgina 9.-10. mars n.k. Selfoss sigraði KA í 16-liða úrslitum fyrir norðan en Þrótti var dæmdur 10-0 sigur eftir að lið Þróttar Vogum mætti ekki til leiks.

Ef strákarnir kæmust áfram í final 4, yrði það í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar liðið datt út í undanúrslitum gegn ÍR. Hins vegar tók kvennalið Selfoss þátt í úrslitahelginni í fyrra en þær lágu gegn Stjörnunni í undanúrslitum.

Við hvetjum alla Selfyssinga til að mæta í Laugardalshöllina á fimmtudaginn og styðja strákanna okkar. Leikurinn hefst kl 19:30.

Við erum Selfoss!