Selfoss sendi fyrst lið í Íslandsmótið í meistaraflokki keppnistímabilið 1981–1982. Strákarnir kepptu fyrst tímabilið 1981–1982 í 3. deild og enduðu í 8. sæti af 10 liðum. Ekki tókst að manna lið árið eftir en keppnistímabilið 1983–1984 lék liðið í 3. deildinni og endaði í 7. sæti af níu liðum. Við tóku þrjú ár í 3. deildinni en vorið 1987 vann liðið sig upp í 2. deild. Næstu þrjú ár lék liðið í 2. deild en komst upp í 1. deild vorið 1990. Fyrsta árið í efstu deild endaði liðið í 11. sæti af tólf liðum og rétt náði að halda sér uppi.
Liðið sem spilaði fyrsta tímabil Selfoss í efstu deild keppnistímabilið 1990–1991.
Næstu þrjú ár þ.e. frá hausti 1991 til vors 1994 náði karlalið Selfoss besta árangri sínum. Liðið endaði í 3. sæti í deildarkeppninni og lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við FH 1992 en tapaði. Árið eftir endaði liðið í 5. sæti í deildinni og árið þar á eftir í 3. sæti. Liðið komst einnig í úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Val. Keppnistímabilið 1994–1995 varð Selfossliðið í 9. sæti og árið eftir í 8. sæti. Árið 1997 féll liðið niður um deild en komst upp ári síðar eftir að hafa unnið 2. deildina. Liðið lék eitt ár í efstu deild og féll aftur niður vorið 1999. Næstu tvö árin var liðið í 2. deildinni en vann hana svo aftur vorið 2001.
Árið 2001 fækkaði liðum í Íslandsmótinu og kepptu þau öll, fjórtán talsins, í einni deild. Sama fyrirkomulag var árið eftir. Fyrra tímabilið endaði Selfoss í 10. sæti en það síðara í 14. sæti. Nýtt fyrirkomulag var reynt næstu tvö árin þar á eftir þ.e. 2003–04 og 2004–05. Þá var liðunum skipt upp í tvo riðla; suður-riðil og norður-riðil. Selfoss lék í Suður-riðli. Efstu fjögur liðin úr hvorum riðli léku síðan í úrvalsdeild um deildarmeistaratitilinn en hin liðin léku í 1. deild. Síðan var úrslitakeppni sex efstu úr úrvalsdeild og tveggja úr 1. deild. Selfoss endaði í 12. sæti fyrra tímabilið og í 13. sæti síðara tímabilið. Næsta tímabil þ.e. 2005–2006 léku öll liðin í einni deild og endaði Selfoss í 14. og neðsta sæti.
Tímabilið 2006–2007 var deildinni aftur skipt í tvennt þ.e. í úrvalsdeild og 1. deild. Selfoss lék í 1. deild og endaði í 5. sæti af 8 liðum. Næstu þrjú tímabil vann liðið sig upp um 1–2 sæti á ári og vann svo 1. deildina vorið 2010. Árið eftir lék liðið í úrvalsdeild en endaði í 8. og neðsta sæti og féll niður í 1. deild. Þetta sama tímabil var Selfoss einnig með lið í 1. deild sem endaði í 4. sæti af sjö liðum. Næstu sex tímabil eða frá 2011 til 2016 lék liðið í 1. deild. Fyrsta tímabilið endaði liðið í 6. sæti, næsta í 4. sæti og þriðja í 5. sæti, þau þrjú tímabil eftir það lenti liðið í 3. eða 4.sæti og fór í umspil en ekki komist upp í úrvalsdeildina fyrr en vorið 2016. Liðið hefur síðan leikið í úrvalsdeildinni og lent tvisvar í 5. sæti og tvisvar í 2. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og liðið í efsta sæti. Liðið varð síðan Íslandsmeistari árið 2019 sem er jafnframt fyrsti titill liðsins.
Liðið sem fór upp í efstu deild árið 2016 eftir umspil gegn Fjölni.
Íslandsmeistaralið Selfoss árið 2019.
Tímabil | Deild | Sæti* | Leikir | U | J | T | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1981-82 | 3.d | 8 (10) | 18 | 3 | 1 | 14 | 7 |
1982-83 | - | - | - | - | - | - | - |
1983-84 | 3.d | 7 (9) | 16 | 4 | 0 | 12 | 8 |
1984-85 | 3.d | 4 (12) | 10 | 3 | 1 | 3 | 7 |
1985-86 | 3.d | 7 (13) | 24 | 10 | 4 | 10 | 24 |
1986-87 | 3.d | 1 (8) | 14 | 12 | 2 | 0 | 28 |
1987-88 | 2.d | 6 (10) | 18 | 8 | 1 | 9 | 17 |
1988-89 | 2.d | 6 (10) | 18 | 7 | 0 | 11 | 14 |
1989-90 | 2.d | 2 (10) | 18 | 11 | 2 | 5 | 24 |
1990-91 | 1.d | 11 (12) | 22 | 4 | 4 | 14 | 12 |
1991-92 | 1.d | 3 (12) | 22 | 14 | 1 | 7 | 29 |
1992-93 | 1.d | 5 (12) | 22 | 11 | 3 | 8 | 25 |
1993-94 | 1.d | 3 (12) | 22 | 12 | 4 | 6 | 28 |
1994-95 | 1.d | 9 (12) | 22 | 7 | 4 | 11 | 18 |
1995-96 | 1.d | 8 (12) | 22 | 9 | 1 | 12 | 19 |
1996-97 | 1.d | 11 (12) | 22 | 6 | 3 | 13 | 15 |
1997-98 | 2.d | 1 (9) | 16 | 13 | 2 | 1 | 28 |
1998-99 | 1.d | 12 (12) | 22 | 4 | 2 | 16 | 10 |
1999-00 | 2.d | 3 (8) | 21 | 13 | 2 | 6 | 28 |
2000-01 | 2.d | 1 (6) | 16 | 13 | 1 | 2 | 27 |
2001-02 | 1.d | 10 (14) | 26 | 10 | 2 | 14 | 22 |
2002-03 | 1.d | 14 (14) | 26 | 0 | 1 | 25 | 1 |
2003-04 | 1.d S | 8 (8) *** | 14 | 1 | 0 | 13 | 2 |
2003-04 | Ne.d | 5 (7) **** | 12 | 5 | 0 | 7 | 10 |
2004-05 | 1.d S | 7 (7) | 12 | 1 | 0 | 11 | 2 |
2004-05 | 1.d (b) | 5 (6) | 10 | 2 | 1 | 7 | 5 |
2005-06 | 1.d | 14 (14) | 26 | 3 | 2 | 21 | 8 |
2006-07** | 1.d (b) | 5 (8) | 21 | 9 | 1 | 11 | 19 |
2007-08 | 1.d (b) | 4 (7) | 24 | 14 | 3 | 7 | 31 |
2008-09 | 1.d (b) | 2 (8) | 21 | 17 | 0 | 4 | 34 |
2009-10 | 1.d (b) | 1 (7) | 18 | 15 | 0 | 3 | 30 |
2010-11 | Ú.d | 6 (8) | 21 | 7 | 0 | 14 | 14 |
2011-12 | 1.d (b) | 4 (6) | 20 | 9 | 4 | 7 | 22 |
2012-13 | 1.d (b) | 5 (8) | 21 | 11 | 1 | 9 | 23 |
2013-14 | 1.d (b) | 3 (11) | 20 | 16 | 1 | 3 | 33 |
2014-15 | 1.d (b) | 4 (9) | 37 | 14 | 15 | 8 | 43 |
2015-16 | 1.d (b) | 3 (8) | 21 | 17 | 0 | 4 | 34 |
2016-17 | Ú.d | 5 (10) | 27 | 11 | 2 | 14 | 24 |
2017-18 | Ú.d | 2 (12) | 22 | 17 | 0 | 5 | 34 |
2018-19 | Ú.d. | 2(12) | 22 | 16 | 2 | 4 | 34 |
2019-20***** | Ú.d. | 5(10) | 20 | 12 | 1 | 7 | 27 |
Tímabil | Deild | Sæti* | Leikir | U | J | T | Stig |