Árangur á Íslandsmóti kvenna

Stelpurnar frá Selfossi kepptu í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í 2. deild tímabilið 1981–1982 og enduðu í 3. sæti í a-riðli sem í voru fimm lið. Árið eftir urðu þær í 8. og neðsta sæti 2. deildar. Næstu fimm ár tók ekkert kvennalið frá Selfossi þátt í Íslandsmótinu.

 

 

Meistaraflokkur kvenna keppnistímabilið 1990–1991.

 

Haustið 1988 var sent lið í 2. deildina og endaði það í 3. sæti vorið 1989. Árið eftir vann liðið 2. deildina og lék í 1. deild 1990–1991. Þar endaði liðið í 8. og neðsta sæti og féll. Ekkert lið frá Selfossi var í Íslandsmótinu árið eftir. Stelpurnar tóku þátt í 1. deild 1992–1993 og enduðu í 7. sæti af 12 liðum. Eftir það lognaðist meistaraflokkur út af og var ekki endurreistur fyrr en um haustið 2010, 17 árum síðar.

 

Keppnistímabilið 2010–2011 lék liðið í utandeildinni og endaði í 6. sæti af 10 liðum. Uppistaða liðsins voru stelpur úr 3. flokki. Árið eftir varð liðið í 4. sæti en vann samt utandeildina í umspilskeppninni. Frá0 2012 hafa stelpurnar leikið í úrvalsdeildinni þar sem þær hafa hægt og bítandi fikrað sig upp töfluna. Í fyrra náði liðið sínum besta árangri eða 7. sæti sem er jafnhátt og liðið náði tímabilið 1982–1983. Sebastian Alexandersson þjálfaði liðið frá hausti 2011 og til ársins 2017. Örn Þrastarson tók við liðinu árið 2017 ásamt Rúnari Hjálmarssyni sem eru núverandi þjálfarar liðsins.

 

 

Meistaraflokkur kvenna eins og það er skipað tímabilið 2019-2020.

 

Íslandsmót kvenna– Selfoss

TímabilDeildSæti*LeikirUJTStig
1981-822.d A383006
1982-832.d8 (8)1410132
1988-892.d3 (9)16111423
1989-902.d1 (7)18151231
1990-911.d8 (8)2831247
1992-931.d7 (12)221111023
2010-112.d6 (10)1541109
2011-12Ut.d4 (8)16110522
2012-13Ú.d9 (11)2040168
2013-14Ú.d10 (12)22341510
2014-15Ú.d8 (13)468261242
2015-16Ú.d7 (14)261311227
2016-17Ú.d7 (8)21601512
2017-18Ú.d6 (8)2141169
2018-19Ú.d.8(8)2132168
2019-20**1.d.3(12)19142330
TímabilDeildSæti*LeikirUJTSitg
* Fjöldi liða í deild í sviga
** Íslandsmótið var blásið af þegar þrjár umferðir voru eftir (vegna COVID-19)