Samið við TRS og Guðmund Tyrfingsson

Samið við TRS og Guðmund Tyrfingsson

Í hálfleik var skrifað undir samning við tvö góð fyrirtæki hér í bæ. Annars vegar tveggja ára samningur við TRS en fyrirtækið hefur stutt vel við handboltann undanfarin ár. Hins vegar þriggja ára samningur við Guðmund Tyrfingsson sem undanfarin ár hefur séð um allan akstur fyrir deildina og mun gera það áfram næstu þrjú árin. Í íþróttastarfi, eins og handknattleiksdeildin sinnir, er stuðningur og velvild fyrirtækja nauðsynleg en án þeirra væri ekki hægt að halda úti rekstri deildarinnar. Stjórn og iðkendur handboltans þakka þessum fyrirtækjum kærlega fyrir þeirra hlut.
 
Mynd: Sigrún Helga Einarsdóttir.
Tags: