Sannfærandi sigur á heimavelli

Sannfærandi sigur á heimavelli

Selfoss vann sannfærandi sigur á Þrótti í fyrsta heimaleik vetrarins sl. föstudag.

Heimamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn án þess þó að hrista Þróttara af sér. Staðan í hálfleik var 9-6 fyrir Selfoss. Selfyssingar héldu 3-5 marka forystu allan seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur 23-17.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Sem fyrr var Elvar Örn Jónsson atkvæðamestur Selfyssinga með átta mörk. Andri Már Sveinsson skoraði 6 mörk, Guðjón Ágústsson 3, Hergeir Grímsson og Teitur Örn Einarsson 2 og Árni Geir Hilmarsson og Örn Þrastarson skoruðu sitt markið hvor.

Birkir Fannar Bragason varði 19 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 1.

Næsti leikur strákanna er afar mikilvægur leikur á útvelli gegn Fjölni fimmtudaginn 8. október kl. 20:00. Hvetjum strákana til sigurs í Grafarvoginum.

Elvar Örn Jónsson hefur verið markahæstur í öllum leikjum Selfyssinga sem af er mótinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson