Sannfærandi sigur í SET höllinni

Guðmundur Hólmar

Sannfærandi sigur í SET höllinni

Guðmundur Hólmar

Selfoss sigraði Víkinga sannfærandi í SET-höllinni í kvöld með 14 mörkum, 32-18.

Selfoss byrjaði leikinn mun betur og komust fljótt í fjögurra marka forystu, 5-1. Víkingar náðu að minnka forskotið rétt fyrir leikhlé í 11-9 en nær komust þeir ekki. Staðan í hálfleik var 12-9 Selfyssingum í vil. Seinni hálfleikur var eign Selfyssinga. Sóknarleikurinn frábær og þar má helst nefna Guðmund Hólmar sem átti stórleik, en hann er að stíga til baka úr erfiðum meiðslum. Munurinn var bráðlega kominn í 11 mörk og Víkingar náðu aldrei að brúa það bil. Lokatölur 32-18.

Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur með 10 mörk (þar af 3 úr vítum). Hergeir Grímsson skoraði 7 mörk og þeir Alexander Már Egan og Richard Sæþór Sigurðsson voru með 3 mörk hvor. Árni Steinn Steinþórsson og Guðjón Baldur Ómarsson voru með 2 mörk hvor og þeir Karolis Stropus, Ragnar Jóhannsson, Elvar Elí Hallgrímsson og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark hver.

Varin skot: Sölvi Ólafsson varði 13 skot (45%) og Alexander Hrafnkelsson 1 skot (33%).

Selfoss er því komið í 8. sæti Olísdeildarinnar, með 6 stig eftir 7 umferðir. Næsti leikur hjá strákunum er gegn ÍBV í Eyjum sunnudaginn næstkomandi.


Mynd: Guðmundur Hólmar var frábær í kvöld með 10 mörk
Umf. Selfoss / SÁ