Sannfærandi sigur Selfyssinga

Sannfærandi sigur Selfyssinga

Selfyssingar sóttu botnlið Fylkis heim í Olís-deildinni í gær en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en stelpurnar okkar með töluvert betra markahlutfall.

Fyrir hálfleikur var einstefna Selfyssinga með Katrínu Ósk Magnúsdóttur í banastuði í markinu sem varði 11 skot. Selfyssingar unnu fína varnarvinnu, spiluðu þolinmóðan sóknarleik og bættu alltaf í þegar Fylkisliðið byrjaði að nálgast þær. Staðan í hálfleik var 10-17.

Fylkiskonur minnkuðu muninn í upphafi seinni hálfleiks en eftir gott leikhlé þjálfara Selfoss náðu stelpurnar okkar góðri forystu á ný sem þær héldu til leiksloka. Lokatölur 30-21 fyrir Selfoss.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 11 mörk, Carmen Palamariu 7, Dijana Radojevic 6, Adina Ghidoarca 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2 og Ásta Margrét Jónsdóttir 1.

Selfyssingar eru nú í 7. sæti deildarinnar með sex stig, aðeins tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum Gróttu. Í næstu umferð tekur liðið á móti Haukum á heimavelli miðvikudaginn 25. janúar kl. 19:30.