Seiglusigur gegn KA

Guðmundur Hólmar Helgason

Seiglusigur gegn KA

Guðmundur Hólmar Helgason

Strákarnir sigruðu KA-menn í seinni leik dagsins í Olísdeildinni með einu marki, 25-24.

Selfyssingar byrjuðu mikið mun betur og náðu fljótt fjögurra marka forystu. Norðanmenn stilltu sína strengi og var munurinn orðinn eitt mark rétt áður en flautað var til hálfleiks, en staðan var 12-10 í hálfleik. Selfoss byrjaði seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og komust sjö mörkum yfir, 18-11. Upp úr miðjum seinni hálfleik kom svo „slæmi kaflinn“ þar sem ekkert gekk hjá Selfyssingum, hvorki í vörn né sókn. KA-menn gengu á lagið og náðu að jafna í stöðunni 21-21. Selfyssingar voru þó klókari á lokamínútunum og báru sigur úr býtum, 25-24.

Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur Selfyssinga með 7/3 mörk, Richard Sæþór Sigurðsson skoraði 6, Einar Sverrisson og Tryggvi Þórisson 3, Hergeir Grímsson og Ragnar Jóhannsson 2 og þeir Alexander Egan og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu 1 mark hvor.

Varin skot: Vilius Rasimas varði 14/1 skot (37%).

Selfoss er því komið í 7. sæti deildarinnar með 10 stig, en næsti leikur er gegn Val á Hlíðarenda næstkomandi laugardag.


Mynd: Guðmundur Hólmar Helgason var öflugur í kvöld, bæði í vörn og sókn.
Umf. Selfoss / SÁ