Selfoss 2 tapaði í ágætum leik

Selfoss 2 tapaði í ágætum leik

Selfoss 2 í 3. flokki karla mætti FH á heimavelli. Voru það FH-ingar sem unnu 29-32 eftir að hafa verið yfir allan leikinn.

FH-ingar náðu 4-1 forskoti strax á upphafsmínútunum. Það forskot hélst í raun í gegnum allan leikinn. Selfoss náði í fyrri hálfleik að minnka það niður í eitt mark en í síðari hálfleik komst FH mest 6 mörkum yfir. Selfoss saxaði á undir lokin og var einungis tveimur mörkum frá FH-ingum þegar skammt var til leiksloka. Lokatölur urðu þó þriggja marka sigur.

Selfoss fékk þónokkur tækifæri til að koma sér möguleika undir lokin en þeir fóru illa með tækifærin jafnt í vörn og sókn. Einnig skipti sköpum að FH-ingar náðu að fara með 3ja marka forystu inn í hálfleikinn (13-16) þegar munurinn hafði bara verið eitt mark tæpri mínútu fyrr.

Það var aðallega í sókninni sem Selfyssingar sýndu flotta takta. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður og náði liðið því aldrei að brúa bilið milli liðanna.