Selfoss 2 tapaði

Selfoss 2 tapaði

Selfoss 2 í 3. flokki lék gegn ÍR í Austurbergi í gær. Eftir góða byrjun og að liðið hafði verið yfir í hálfleik hrundi leikur Selfyssinga í síðari hálfleik. Unnu heimamenn 30-25 sigur.

Selfoss stjórnaði leiknum í upphafi. Vörn og markvarsla var mjög góð framan af og liðið einungis búið að fá á sig 2 mörk eftir korter (staðan 2-6). Sofna strákarnir þá á verðinum og hleypa heimamönnum inn í leikinn. Eftir að ÍR-ingar komust á bragðið fóru þeir að stýra leiknum seinni part leiks. Sóknarlega áttu Selfyssingar erfitt uppdráttar enda fáir sem tóku almennilega af skarið. Lokatölur urðu 30-25 sigur ÍR.

Þetta var leikur sem Selfyssingar hefðu vel getað unnið en þeir hættu að sækja og spila á fullri ákefð snemma í leiknum. Það fæst ekkert gefins í þessu og fengu strákarnir að læra það með erfiðu leiðinni að maður þarf að vinna fyrir sigrunum.