Selfoss áfram í 8-liða úrslit í bikarnum

Selfoss áfram í 8-liða úrslit í bikarnum

Selfoss fékk Val í 16-liða úrslitum í Símabikarnum úr varð gífurlega spennandi og skemmtilegur handboltaleikur. Valur tók frumkvæði í leiknum 1-2 eftir 5 mínútur. En í fyrri hálfeik var lítið skorað. Selfoss jafnar leikinn í 3-3. Valur nær 2 marka forystu í 6-8 þegar 15 mínútur voru búnar. Leikurinn var lengstum í fyrri hálfleik í miklum járnum. En Selfoss náði forystunni í leiknum eftir 25 mínútur í stöðunni 10-9. Næstu mínúturnar voru mjög jafnar og hörkuvarnir beggja vegna. Sem þýddi að liðin fóru jöfn 12-12 í hálfleikinn.  Selfoss gat þarna þakkað Helga Hlynssyni fyrir að vera ennþá inn í leiknum, en hann átti stórleik í fyrri hálfeik með 18 varin skot.

Leikurinn hélst áfram í járnum og gífurleg skemmtun í gangi fyrir áhorfendur og staðan 15-15 þegar 35 mínútur voru búnar. Vals liðið bætti aðeins í leikinn sinn og náði forystunni 18-19 og 20 mínútur eftir. Á þessim tímapunkti hafði varnarleikur Selfoss gefið aðeins eftir. Liðið þétti vörnina aðeins og tók forystuna 21-20 eftir 45 mínútur og allt stefndi í æsispennandi lokamínútur sem varð raunin. Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu 5 mínúturnar og þegar tíu mínútur voru eftir hafði Valur forystuna 23-24. Þá skellti Selfoss vörnin í lás seinustu mínúturnar og þegar 5 mínútur voru eftir var staðan 27-26 fyrir Selfoss. Seinustu 5 mínúturnar voru hreinilega æsi spennandi fyrir alla og stemmingin í húsinu ólýsanleg.  Selfoss hélt þó alltaf aftur af Vals liðinu og undir lokinn varði  Helgi seinasta skot leiksins og eins mark sigur staðreynd 28-27 og liðið komið áfram í 8-liða úrslit í Símabikarnum.

Það var ekki veikur punktur í liðinu í dag. Hver einasti leikmaður lagði sitt til leiksins og sigur liðsheildarinnar. Sóknarleikurinn einn sá besti í vetur og markvarslan frábær hjá Helga. Vörnin hélt þokkalega lengst af en gaf smá eftir á 20 mín kafla í síðari hálfeik. Í fyrri hálfeik leiddi Einar Sverrisson liðið sóknarlega. En í þeim síðari steig Matthías Örn Halldórsson upp og átti sinn besta leik í vetur.

Tölfræði:

Matthías Örn 7/12, 4 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar og 8 brotin fríköst
Einar S 6/8, 4 stoðsendngar og 4 brotin fríköst
Einar P 5/5, 2 tapaðir boltar og 4 brotin fríköst
Hörður Gunnar 4/5
Gunnar Ingi 2/3
Jóhann G 2/2 og 2 brotin fríköst
Hörður M 2/5, 4 stoðsendingar, 8 tapaðir boltar og 5 brotin fríköst
Ómar, 3 fráköst og 7 brotin fríköst
 
Helgi varði 31 og fékk á sig 27(53%)

SelfossTV:

Arnar í viðtali gegn Val

Helgi í viðtali gegn Val