Selfoss áfram í Coca Cola bikarnum

Selfoss áfram í Coca Cola bikarnum

Selfoss strákar léku gegn Val2 í Coca Cola bikarnum í dag. Leikurinn fór fram í Vallaskóla en var heimaleikur Valsliðsins.
Selfoss hafði undirtökin allan leikinn en leikurinn var mjög hægur og mikið hnoð var á liðunum. Oft var hart tekist á en 13 2 mínútna brottvísanir litu dagsins ljós.

Selfoss hafði yfir í hálfleik 11-14 en leikurinn endaði 27-30.

Selfoss er því komið áfram í 16-liða úrslitin.

Markaskorun liðsins í dag:

Teitur Örn 10
Elvar Örn 5
Guðjón 3
Andri Már 3
Alexander Már 3
Árni Guðmunds 2
Magnús Öder 2
Árni Geir 1
Egidijus 1

Næsti leikur liðsins er á föstudaginn 30 október klukkan 19:30 gegn ÍH á heimavelli.

Tags:
,