Selfoss áfram í EHF cup

Selfoss áfram í EHF cup

Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða þrátt fyrir 27-26 tap gegn Dragunas í Litháen í gær, en liðið vann fyrri leikinn með sex mörkum.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 12-12. Dragunas byrjaði seinni hálfleik betur og náðu þeir mest fimm marka forystu,. 21-16 um miðjan seinni hálfleik. Selfoss náðu vopnum sínum aftur og minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir leikslok, lokatölur 27-26.

Mörk Selfoss: Árni Steinn Steinþórsson, 6, Haukur Þrastarson 4, Hergeir Grímsson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 3, Guðni Ingvarsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Sverrir Pálsson 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 6 (23%) og Helgi Hlynsson 2 (22%). 

Liðið mun mæta liði Ribnica frá Slóveníu í 2.umferð nú í október en fyrsti leikur liðsins í Olísdeildinni fer fram miðvikudaginn n.k. gegn ÍR í Austurbergi.

Með liðinu ferðuðust 22 stuðningsmenn til Litháen og héldu þau uppi stuðningi við liðið í höllinni. Mynd af hópnum má sjá með fréttinni.