Selfoss áfram í undanúrslit eftir sigur á ÍR

Selfoss áfram í undanúrslit eftir sigur á ÍR

Selfoss er komið áfram í undanúrslit Íslandsmótsins eftir dramatískan eins marks sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 28-29. Selfoss vann því einvígið samtals 2-0 og mætir Val í undanúrslitum.

Selfoss byrjaði betur og komst 0-1 yfir, ÍR-ingar tóku síðan við og leiddu leikinn fram að 55. mínútu. ÍR-ingar höfðu yfirhöndina og komust mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik, góður kafli hjá Selfyssingum undir lok fyrri hálfleik skilaði þeim inn í leikhlé aðeins tveimur mörkum undir, 18-16. Selfoss jafnaði leikinn í stöðunni 20-20 en aftur sigu ÍR-ingar fram úr. Það var svo ekki fyrr en á 55. mínútu að Selfoss náði aftur að jafna leikinn og komst liðið tveimur mörkum yfir, 26-28.

Lokamínúturnar voru dramatískar, Pawel varði 3 af sínum 4 skotum á síðustu fjórum mínútum leiksins. ÍR hafði tækifæri til að jafna á lokasekúndunum en boltinn hafnaði í stönginni og eins marks sigur staðreynd!

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7, Hergeir Grímsson 6/3, Árni Steinn Steinþórsson 4, Elvar Örn Jónsson 4/1, Nökkvi Dan Elliðason 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Pawel Kiepulski 1

Varin skot: Pawel Kiepulski 4 (27%) og Sölvi Ólafsson 2 (10%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is og Mbl.is.

Liðið er því komið áfram í undanúrslit Íslandsmótsins og mætir þar Val, eins og áður segir. Það verður hörkurimma og verður fyrsti leikurinn hér heima, í Hleðsluhöllinni, á mánudag eða þriðjudag.


Mynd: Það var barátta í Breiðholtinu í kvöld
Umf. Selfoss/ÁÞG