
27 nóv Selfoss fer á Seltjarnarnesið

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit í Coca-Cola bikar karla. Selfoss dróst á móti Gróttu og fer leikurinn fram á Seltjarnarnesi 8. eða 9. desember.
Annars drógust eftirtalin lið saman:
Akureyri-HK
Grótta-Selfoss
ÍH-FH
Víkingur-Haukar
Valur 2-Valur
Haukar 2-ÍBV
Afturelding-Fram
Völsungur-ÍR
Skv. heimasíðu HSÍ er áætlað að leikirnir fari fram 8. og 9. desember.