Selfoss framlengir við Vélaverkstæði Þóris

Selfoss framlengir við Vélaverkstæði Þóris

Þórir Þórarinsson á Vélaverkstæði Þóris er að sönnu merkilegur maður, ekki bara að hann reki blómlegt fyrirtæki og veiti fjölda manns atvinnu heldur gerir hann sér einnig grein fyrir mikilvægi þess að styðja við íþróttastarf á Selfossi.

Jón Birgir Guðmundsson, starfandi formaður handknattleiksdeildar, kíkti ásamt úrvali landsliðsfólks okkar í heimsókn til Þóris í seinustu viku. Hann tók einstaklega vel á móti hópnum og var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Vélaverkstæðis Þóris við deildina.

Kærar þakkir til Þóris og hans góða fyrirtækis.

mm

Jón Birgir t.v. og Þórir handsala samninginn en fyrir aftan þá eru f.v. Teitur Örn (U-18), Steinunn (A-landslið), Hrafnhildur Hanna (A-landslið) og Elvar Örn (U-20).
Ljósmynd: Umf. Selfoss/MM

Tags: