Selfoss í Evrópukeppnina

Selfoss í Evrópukeppnina

Í dag gaf EHF út hvaða lið munu berjast um EHF bikarinn. Þar með er það formlega staðfest að Selfoss mun taka þátt í Evrópukeppni í vetur.

Dregið verður í fyrstu tvær umferðirnar á skrifstofu EHF í Vínarborg í hádeginu þriðjudaginn 17. júlí. Fyrsta umferðin fer fram fyrstu tvær helgarnar í september. Við munum að sjálfsögðu flytja fréttir hér af því hverjir andstæðingar okkar verða. Meðal liða í pottinum er West Wien frá Austurríki en þjálfari þess er Hannes Jón Jónsson, en hann lék hjá Selfoss 2001-03. Einnig spila þar þrír Íslendingar, þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson, Guðmundur Hólmar Helgason og Viggó Kristjánsson.

Hér má sjá hvaða lið eru með okkur í pottinum.

Áfram Selfoss!