Selfoss í undanúrslit í fyrsta skipti í 24 ár

Selfoss í undanúrslit í fyrsta skipti í 24 ár

Selfyssingar eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta skipti í 24 ár eftir tveggja marka sigur á Stjörnunni í gær, 28-30. Selfoss vann því einvígið 2-0 og mætir FH í undanúrslitum.

Selfoss byrjaði leikinn illa og komst Stjarnan í 5-1 í upphafi leiks. Stjarnan leiddi í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 16-13. Selfoss náði síðan fljótlega að jafna í 18-18 og komst síðan í fyrsta skipti yfir, 20-21. Svo fór að Selfyssingar voru sterkari aðilinn í lok leiks og unnu góðan tveggja marka sigur, 28-30.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10, Teitur Örn Einarsson 6, Einar Sverrisson 4/2, Elvar Örn Jónsson 3, Haukur Þrastarson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sverrir Pálsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.

Varin skot: Helgi Hlynsson 17 (45%) 

Eins og áður segir mætir Selfoss FH í undanúrslitum og hefst einvígið í Vallaskóla þann 25.apríl n.k. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitarimmuna og mætir annaðhvort ÍBV eða Haukum.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Þeir Hergeir Grímsson og Helgi Hlynsson voru klárlega menn leiksins
Umf. Selfoss / Birgir Örn