Selfoss – ÍR í átta liða úrslitum

Selfoss – ÍR í átta liða úrslitum

Selfoss og bikarmeistarar ÍR mætast í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Leikurinn verður spilaður á Selfossi í byrjun febrúar en endanlegur tími er ekki kominn á hreint.

Eins og flestir muna þá mættust þessi lið í Höllinni í fyrra í undanúrslitum en liðið sem fer með sigur í þessum leik er komið í Höllina, þannig að mikið er í húfi fyrir bæði lið. ÍR er í 6. sæti í Olís deildinni en Selfoss er núna í þriðja sæti 1. deildarinnar.

Von er á hörkuleik og fólk hvatt til að láta sjá sig og styðja sína menn til sigurs!

Meðfylgjandi mynd er af Matthíasi Erni skjóta að marki ÍR-inga í undanúrslitum í fyrra.

Tags: