Selfoss kemur inn í 2.umferð í EHF Cup

Selfoss kemur inn í 2.umferð í EHF Cup

Í gær gaf Evrópska handknattleikssambandið út lista yfir þáttökulið í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Selfoss kemur þar inn í 2. umferð keppninnar sem fer fram fyrstu tvær helgarnar í október. Selfoss verður þar í efri styrkleikaflokki ásamt liðum á borð við Skjern, Gorenje Velenje og vinum okkar í Azoty Pulawy. Dregið verður í fyrstu tvær umferðirnar á þriðjudaginn næstkomandi.

Þáttökulista í EHF Cup má sjá hér.