Selfoss lá fyrir HK

Selfoss lá fyrir HK

Stelpurnar okkar sóttu HK heim í Digranesið í Kópavogi í dag. Það voru heimastelpur sem hrósuðu sigri 20-16 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12-10.

Lokaumferð deildarinnar fer fram næstkomandi laugardag en þá taka stelpurnar á móti Fylki í Vallaskóla og hefst leikurinn kl. 13:30. Nái stelpurnar í stig gegn Fylki og hagstæðum úrslitum í leik Vals og KA/Þórs komast stelpurnar upp í 10. sæti deildarinnar. Með góðum stuðningi áhorfenda höfum við fulla trú á sigri stelpnanna okkar. Fjölmennum á seinasta leikinn hjá stelpunum í vetur.

Tags: