Selfoss mætir Azoty-Puławy frá Póllandi í 3.umferð

Selfoss mætir Azoty-Puławy frá Póllandi í 3.umferð

Selfoss mun mæta pólska liðinu Azoty-Puławy í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða, en dregið var í morgun í höfuðstöðvum EHF. Leikirnir verða spilaðir helgarnar 17.-18. nóv og 24.-25. nóv. Selfoss leikur fyrri leikinn úti í Póllandi en seinni leikurinn fer fram hér heima.

Azoty-Puławy er mjög öflugt lið og situr í 2.-4. sæti í pólsku deildinni, þremur stigum á eftir Vive Kielce. Liðið hefur einnig verið fastagestur í Evrópukeppnum síðustu ár og náð góðum árangri.