Selfoss mætir Fram í bikarnum

Selfoss mætir Fram í bikarnum

Dregið var í Coca cola-bikarkeppni HSÍ nú í hádeginu. Selfoss mætir Fram í undanúrslitum bikarsins.

Selfoss tryggði sér sæti í úrslitahelginni í Laugardalshöll, Final 4, með dramatískum sigri á Þrótti Reykjavík í síðustu viku. Selfyssingar áttu í mesta basli með 1.deildar lið Þróttar og unnu þeir leikinn með marki á síðustu sekúndubrotum leiksins. Fram tryggði sér sæti í Final 4 með því að leggja FH-inga óvænt með 7 mörkum 35-28.

Undanúrslitaleikurinn fer fram þann 9.mars kl 19:30. Haukar – ÍBV mætast í hinum undanúrslitaleiknum kl 17:15 sama dag. Úrslitaleikurinn verður síðan spilaður laugardaginn 10.mars kl 16:00.