Selfoss mætir Haukum í Coca Cola bikarnum

Selfoss mætir Haukum í Coca Cola bikarnum

Strákarnir frá Selfossi drógust gegn Haukum þegar dregið var í fyrstu umferð Coca Cola bikars karla í morgun. Í skálinni voru 15 lið, þar á meðal voru lið Selfoss og bræður okkar í ÍF Mílan, en fjögur lið sátu hjá í fyrstu umferð.  Nú var dregið í þrjár viðureignir þannig að 16 lið munu standa eftir þegar dregið verður í aðra umferð.

Leikurinn fer fram á Ásvöllum þriðjudaginn 6. október. Mílan menn komu ekki upp úr skálinni og því ljóst að þeir hafa jafnað sinn besta árangur í bikarkeppninni og eru komnir í 16-liða úrslit.

Hér er drátturinn í heild:

  • Haukar – Selfoss
  • ÍBV 2 – Vængir Júpíters
  • Þór – KA