Selfoss mætir HK Malmö í EHF cup

Selfoss mætir HK Malmö í EHF cup

Það er ljóst að Selfoss mæti HK Malmö frá Svíþjóð í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Þetta varð ljóst eftir að HK Malmö sigraði Spartak Mosvka með einu marki í dag 29:30 í Rússlandi, en Svíarnir höfðu áður unnið Rússanna með átta mörkum, 31:23.

Fyrri leikur liðanna fer fram fyrstu helgina í október úti í Svíþjóð og seinni leikurinn viku seinna hér heima. Nánari upplýsingar um leiktíma o.fl. mun birtast hér og á Facebook síðu okkar er nær dregur.