Selfoss mætir HK Malmö í Svíþjóð

Selfoss mætir HK Malmö í Svíþjóð

Í dag fer fram leikur HK Malmö og Selfoss í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða.  Leikurinn hefst kl 16.00 að sænskum tíma (14.00 að íslenskum tíma).   Við mælum með því að Íslendingar á stór Malmö-svæðinu fjölmenni í Baltiska Hallen, hún er stór og tekur lengi við.

SelfossTV gengið er út í Svíþjóð og tók m.a. viðtal við þá Hergeir, Nökkva og Örn Þrastar í gær og ræddu þeir um leikinn gegn Malmö.  Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér.

Strákarnir eru gríðarlega vel stemmdir fyrir leiknum og verður gaman að fylgjast með þeim etja kappi við frændur sína frá Málmey.  Eins og áður segir er SelfossTV á svæðinu og  mun senda beint frá leiknum á Selfoss.tv.