Selfoss mætir Þrótti R. í 8-liða úrslitum

Selfoss mætir Þrótti R. í 8-liða úrslitum

Dregið var í Coca-Cola bikarnum í dag og er ljóst að Selfoss mætir liði Þrótti Reykjavík í 8-liða úrslitum. Þar sem Þróttur R. er í Grill 66 deildinni fá þeir heimaleik, leikurinn fer því fram í Laugardalshöllinni þann 8. eða 9. febrúar n.k.

Þróttur er nú í 4.sæti í Grill 66 deildinni og hafa unnið 6 af 10 leikjum sínum. Aðstoðarþjálfari liðsins er Sebastian Alexandersson og í liðinu eru tveir Selfyssingar, þeir Magnús Öder Einarsson og Sævar Ingi Eiðsson.

 

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins:

8-liða úrslit karla
FH – Fram
Haukar – Valur
Grótta – ÍBV
Þróttur R. – Selfoss

8-liða úrslit kvenna
ÍR – Fram
HK – Haukar
KA/Þór – Fjölnir
Stjarnan – ÍBV