Selfoss með tap gegn Víkingi 1.deild karla

Selfoss með tap gegn Víkingi 1.deild karla

Selfoss lék við Víking í kvöld í Víkinni í 1.deild karla. Selfoss byrjaði leikinn betur og komst í 2-0. Víkingur voru þó ekki lengi að jafna leikinn og staðan 3-3 eftir 5 mínútur. Þá tók Víkingur góðan kafla og náði 2 marka forystu 6-4 og 10 mínútur búnar. Á næstu mínútum fóru Selfyssingar oft illa að ráði sínu og klúðruðu mörgum dauðafærum. Víkingur hélt því 2 marka forystunni áfram og staðan 9-7 þegar 20 mínútur voru búnar. Ekkert margt vert gerðist næstu 5 mínúturnar nema bæði lið skoruðu 2 mörk og staðan 11-9. Sóknarleikur Selfoss virkaði mjög illa og þurfti liðið að hafa mikið fyrir mörkunum. Víkingur tók því forystuna inn í hálfleik staðan 13-11.

Í síðari hálfleik var svipað upp á teninginum ávallt hafði Víkingur völdin í leiknum. Þannig hafði Víkingur 14-12 forystu eftir 35 mínútur. Selfoss gaf eftir á næstu 5 mínútum og jók Víkingur munin í 4 mörk 17-13. Víkingur bætti bara í forystuna og hafði Selfoss fá svör við þeirra leik. Staðan var 22-17 þegar 50 mínútur voru búnar. Selfoss reyndi mikið til að minka munin undir lokin, en lítið gekk. Hvort sem liðið varðist framarlega eða tók 2 úr umferð. Selfoss tapaði því  frekar illa í Víkinni 27-23.

Selfoss fór rosalega illa með dauðafærin sín í þessum leik og varð það dýrkeypt. Skytturnar áttu erfitt með að komast nálægt markinu og oftast verið að skjóta af 12-13 metrum. Það er greinilegt að liðið á í erfiðleikum með að spila á 3-2-1 vörn. Liðið lék ágæta vörn lengst af í leiknum, en það vantar miklu meiri grimmd í vörnina og fá fleiri fríköst. Markvarsla liðsins var allt í lagi þó hún hafi oft verið betri. Núna er nokkuð öruggt að Selfoss fer ekki ofar en 4 sætið og því gífurlega mikilvægt að ná í sem flest stig til að tryggja það sæti. En 4 sætið er síðasta sætið inn í umspil um sæti í N1-deild karla á næsta ári.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 19:30.

Áfram Selfoss!

Tölfræði:

Einar S 6/10, 6 stoðsendingar,  3 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst

Hörður M 4/15, 3 stoðsendingar, 5 tapaðir boltar og 4 brotin fríköst

Matthías Örn 3/5 og 4 brotin fríköst

Einar P 3/3, 2 stolnir boltar og 2 fráköst

Hörður Gunnar 2/2 og 3 tapaðir boltar

Gústaf L 2/3, 2 fiskuð víti og 1 brotið fríkast

Gunnar Ingi 2/4 og 1 brotið fríkast

Sigurður Már 1/2, og 3 brotin fríköst

Ómar Vignir  1 varið skot og 4 brotin fríköst

 

Markvarslan:

Sverrir varði 9/1 og fékk á sig 22 (31%)

Helgi varði 7 og fékk á sig 5 (58%)