Selfoss sigraði Ragnarsmót kvenna

Selfoss sigraði Ragnarsmót kvenna

Selfoss stendur uppi sem sigurvegari Ragnarsmóts kvenna 2018 eftir stórsigur gegn Fjölni í gær, en Selfoss vann alla sína leiki.

Einstaklingsverðlaun voru veitt að venju. Besti markmaður mótsins var valin Saga Sif Gísladóttir og varnarmaður mótsins Ragnheiður Sveinsdóttir báðar úr Haukum. Fulltrúar okkar Selfyssingar voru Perla Ruth Albertsdóttir, sóknarmaður mótsins og Hrafnhildur Hanna Þraststardóttir sem var bæði markahæst og valin besti leikmaður mótsins.

Við óskum sigurvegurunum og þeim sem fengu viðurkenningu hjartanlega til hamingju. Innilegar þakkir fá leikmenn, dómarar, starfsmenn á leikjum og áhorfendur fyrir komuna á Ragnarsmótið.

Úrslit leikja

Selfoss 30-20 Afturelding
Fjölnir 18-26 Haukar
Selfoss 28-25 Haukar
Afturelding 21-21 Fjölnir
Haukar 32-7 Afturelding
Selfoss 38-15 Fjölnir