Selfoss spáð 7. sæti í Olísdeild karla og kvenna

Selfoss spáð 7. sæti í Olísdeild karla og kvenna

Í gær var haldinn kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildar karla og kvenna á vegum HSÍ. Þar var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna.

Í Olísdeild karla er Selfoss spáð 7. sæti með 218 stig, 59 stigum á eftir Stjörnunni, ÍBV er spáð efsta sæti.

Í Olísdeild kvenna er Selfoss einnig spáð 7. sæti með 120 stig, 4 stigum á eftir Gróttu. Fram er spáð efsta sætinu í Olísdeild kvenna.

Fyrsti leikur hjá strákunum fer fram á sunnudaginn kl. 19:30 gegn Stjörnunni í Garðarbæ. Stelpurnar eiga síðan einnig leik gegn Stjörnunni hér heima þriðjudaginn 12. september kl. 19:30.

Við hvetjum Selfyssinga og nærsveitunga til að mæta á fyrstu leiki beggja liða og styðja við okkar fólk.

Spánna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Olís deild karla
1. ÍBV – 381 stig
2. Valur – 361 stig
3. FH – 324 stig
4. Afturelding – 308 stig
5. Haukar – 279 stig
6. Stjarnan – 277 stig
7. Selfoss – 218 stig
8. ÍR – 183 stig
9. Fram – 154 stig
10. Fjölnir – 130 stig
11. Grótta – 124 stig
12. Víkingur – 78 stig

Olís deild kvenna
1. Fram – 218 stig
2. Stjarnan – 199 stig
3. ÍBV – 177 stig
4. Valur – 163 stig
5. Haukar – 153 stig
6. Grótta – 124 stig
7. Selfoss – 120 stig
8. Fjölnir – 94 stig

Tags: