Selfoss tapaði í Garðabænum

Selfoss tapaði í Garðabænum

Selfoss tapaði með þremur mörkum í Garðabænum í kvöld gegn Stjörnunni, 29-26. Selfyssingar byrjuðu illa og var staðan í hálfleik 17-11. Í seinni hálfleik áttu Selfyssingar góðan sprett og minnkuðu muninn niður í 2 mörk, 18-16. Nær komust þeir ekki og endaði leikurinn með þriggja marka sigri Stjörnunnar.

Markaskor Selfoss:

Hergeir Gríms 8 mörk
Elvar Örn 7 mörk
Atli Ævar 5 mörk
Teitur Örn 4 mörk
Einar Sverris 1 mark
Haukur Þrastar 1 mark

Helgi Hlyns og Sölvi vörðu 4 bolta hvor í markinu.

Markahæstur hjá Stjörnumönnum var Ari Magnús Þorgeirsson með 8 mörk, Sveinbjörn Pétursson varði 16 bolta í markinu.

Næsti leikur hjá strákunum er heimaleikur á sunnudaginn eftir viku, þann 17. september kl. 19:30 gegn Fjölni.

Hergeir Grímsson átti flottan leik í kvöld og skoraði 8 mörk.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson