Selfoss tapaði í Kaplakrika

Selfoss tapaði í Kaplakrika

Á föstudagskvöld mættu stelpurnar okkar FH-ingum í Kaplakrika í Olísdeildinni. Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en góður kafli FH í síðari hálfleik tryggði liðinu sigur.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimakonur leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11. Liðin héldu áfram að skiptast á mörkum en eftir nokkurra mínútna leik í síðari hálfleik leiddi FH með einu marki, 15-14. Heimakonur áttu afar góðan kafla í síðari hálfleik sem skyldi liðin að og sigur heimakvenna nokkuð öruggur, 23-18.

Eftir leikinn er Selfoss í níunda sæti Olísdeildarinnar með 4 stig eftir jafn marga leiki. Næsti leikur stelpnanna er á heimavelli gegn Fram laugardaginn 9. nóvember og hefst kl. 13:30.

Kara Rún Árnadóttir var markahæst með 6 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 5, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 3 mörk hvor og Hildur Öder Einarsdóttir 1 mark.

 Áslaug Ýr Bragadóttir varði 15 skot í markinu þar af eitt víti.

Fjallað var um leikinn á Handbolta.org.

Tags: