Selfoss til Litháen í fyrstu umferð

Selfoss til Litháen í fyrstu umferð

Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta litháenska liðinu Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð Evrópukeppninnar (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í gær í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki. Dragunas urðu landsmeistarar á síðasta tímabili í Litháen og er því ljóst að um erfiðan andstæðing er að ræða. 

Fyrri leikurinn verður spilaður heima, fyrstu helgina í september og fer seinni leikurinn fram ytra viku síðar.

Sigurvegarinn úr viðureignum Selfoss og Klaipeda Dragunas mun mæta Riko Ribnica frá Slóveníu í 2. umferð en liðið varð í 2. sæti í slóvensku deildinni á síðasta tímabili.