Selfoss úr leik í bikarnum

Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir 32-24 tap gegn Haukum á útivelli í 32-liða úrslitum keppninnar.

Eftir jafnan fyrri hálfleik reyndust Haukarnir sterkari í seinni hálfleiknum gegn lánlausum Selfyssingum en okkar strákar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleik.

Mörk Selfoss: Atli Ævar 5, Einar 5/2, Ragnar 4, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Hergeir 2, Nökkvi Dan, Ísak, Guðjón Baldur Ómarsson, Tryggvi og Alexander Már 1 mark hver.

Varin skot: Alexander 7 skot og Vilius 4 skot.