Selfoss úr leik í bikarnum

Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar tóku á móti Valsmönnum í 32 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í gær. Leikurinn fór rólega af stað hvað markaskorun varðar og var staðan 1-1 eftir tæplega 15 mínútna leik. Þar fór fremstur í flokki markvörðurinn Sebastian Alexandersson sem varði allt sem á markið koma og þar á meðal tvö víti.

Það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik en Selfyssingar alltaf skrefinu á eftir. Í hálfleik leiddu Valsmenn 7-9. Gestirnir hófu síðari hálfleik af krafti og gerðu þrjú fyrstu mörkin og komust í 7-12. Eftirleikurinn varð auðveldur og strákarnir okkar náðu ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 17-27 sigur Valsmanna.

Atkvæðamestur Selfyssinga var Matthías Örn með 5 mörk, Egidijus skoraði 3 mörk, Ómar Vignir og Jóhann 2. Gunnar Páll, Elvar Örn, Sævar Ingi, Gunnar Ingi og Andri Már skoruðu hver sitt markið. Sebastian varði 16 skot í marki Selfoss.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Matthías Örn Halldórsson var markahæstur Selfyssinga.
Mynd: Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir

Tags:
,