Selfoss vængjum þöndum

Selfoss vængjum þöndum

Strákarnir gerðu góða ferð á Hlíðarenda á laugardag, þar lögðu þeir Valsara í hörku Olísdeildarslag, 28-26.

Selfyssingar mættu tilbúnir til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin, en mikið jafnræði var á með liðunum allan hálfleikinn.  Framan af voru gestirnir með frumkvæðið en seinni hlutan voru það Valsmenn sem voru skrefinu framar.  Undir Lok fyrri hálfleiks sigu Selfyssingar svo framúr og leiddu í hálfleik 12-14.  Selfyssingar héldu þessu forskoti inn í miðjan seinni hálfleik þegar heimamenn bættu aðeins í vörnina og komust yfir 19-18 eftir fjörtíu og eina mínútu.  Það reyndist í eina skiptið sem Valur voru yfir í seinni hálfleik, en Selfyssingar tóku öll völd og náðu fjögurra marka forystu sjö mínútum síðar, 20-24.  Valsarar gerðu hvað þeir gátu til að brúa bilið, en allt kom fyrir ekki og öflugur sigur Selfyssinga staðreynd.  Lokatölur 28-26.

Mörk Selfoss: Alexander Már Egan var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Richard Sæþór Sigurðsson skoraði 5, Ísak Gústafsson og Hergeir Grímsson skoruðu 4 mörk hvor, Guðmundur Hólmar Helgason og Einar Sverrisson skoruðu 3 mörk hvor og Árni Steinn Steinþórsson, Karolis Stropus og Elvar Elí Hallgrímsson voru með 1 mark hver.

Varin skot: Vilius Rasimas varði 15/1 skot (37%).

Við þessi úrslit fer Selfoss upp um eitt sæti og eru nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig, en næsti leikur strákanna er gegn FH í Kaplakrika næstkomandi föstudagskvöld.


Mynd: Alexaner Már Egan var iðinn við kolann á Hlíðarenda, endaði með 6 mörk í jafnmörgum skotum.
Umf. Selfoss / SÁ