Selfossi spáð 6. og 4. sæti

Selfossi spáð 6. og 4. sæti

Árleg spá fyrir komandi tímabil í Olís deildunum var gerð opinber á kynningarfundi Olís deildanna í dag á Grand Hotel. Samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna mun meistaraflokkur karla lenda í 6. sæti Olísdeildarinnar, fékk liðið 257 stig, þremur stigum á eftir ÍBV. Samkvæmt spánni mun lið Vals verða deildarmeistar, en þeir fengu alls 374 stig í spánni. 

Meistaraflokkur kvenna mun lenda í 4. sæti Grill 66 deildar kvenna, ef marka má sömu spá, með 150 stig, en Fram U er spáð sigri í deildinni, en liðið fékk 194 stig. Þá var liði Selfoss U spáð áframhaldandi veru í Grill 66 deild karla og munu þeir lenda í 8. sæti samkvæmt spánni og HK munu vinna deildina. 

Þá skrifuðu HSÍ, Sýn og Olís undir nýjan þriggja ára samning um handboltann. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís-deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum en keppni í Olísdeild karla hefst fimmtudaginn 10. september og Grill 66 deildirnar rúlla af stað viku seinna.


Mynd: Meistaraflokki kvenna er spáð 4. sæti í Grill 66 deildinni í vetur.
Sunnlenska.is / GKS