Selfossmeistaramótið og leikmannakynning

Selfossmeistaramótið og leikmannakynning

Það verður stórleikur í íþróttahúsi Vallaskóla á morgun, föstudag 11.september kl. 19:30 en þá eigast við heimaliðin Selfoss og Mílan. Auk þess verða leikmenn liðanna kynntir sérstaklega fyrir leik.

Leikurinn er lokaundirbúningur beggja liða fyrir Íslandsmótið og markar upphaf keppnistímabilsins í meistaraflokki karla en bæði þessi lið verða í 1. deild í vetur.

Keppt verður um titilinn Selfossmeistari 2015 og er bikar í boði. Það verður frítt inn á leikinn fyrir alla og tilvalið fyrir fólk að koma og sjá þessi lið etja kappi en þau eru bæði eingöngu skipuð heimamönnum.

Magnús Már Magnússon leikmaður Mílunnar og Elvar Örn Jónsson leikmaður Selfoss takast á um Selfossbikarinn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss